145. löggjafarþing — 149. fundur,  8. sept. 2016.

almannatryggingar.

197. mál
[11:48]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er verið að leggja til breytingu á lögum um almannatryggingar. Í breytingartillögu frá meiri hluta hv. velferðarnefndar segir að gera eigi breytingu á 20. gr. laganna þar sem breytingin er að ekki sé unnt að tilgreina annað foreldri barns. Hið sama gildir þegar skilríki liggja fyrir um að staðgöngumóðir sé móðir barns. Staðgöngumæðrun er óheimil samkvæmt íslenskum lögum. Hér er hins vegar verið að smygla staðgöngumæðrun inn í lögbókina. Umræðan um staðgöngumæðrun er mun stærri en svo að hægt sé að afgreiða með svona máli.

Því munum við vinstri græn greiða atkvæði gegn þessari breytingu.