145. löggjafarþing — 150. fundur,  12. sept. 2016.

stjórn fiskveiða.

863. mál
[15:46]
Horfa

Frsm. atvinnuvn. (Páll Jóhann Pálsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég flyt hér nefndarálit með breytingartillögu um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum, um síld og makríl.

Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til orðalagsbreytingu á b-lið 1. gr. frumvarpsins.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi breytingu:

B-liður 1. gr. orðist svo: 1. málsliður 3. mgr. orðast svo: Verð á aflaheimildum í síld og makríl samkvæmt 1. mgr. skal á hverjum tíma nema sömu fjárhæð og veiðigjald fyrir síld og makríl samkvæmt lögum um veiðigjald, nr. 74/2012.

Jón Gunnarsson, Björt Ólafsdóttir og Kristján L. Möller voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir þetta rita hv. þingmenn Lilja Rafney Magnúsdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Haraldur Benediktsson, Ásmundur Friðriksson, Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir.