145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

nefndaseta þingmanna.

[13:35]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég get að sjálfsögðu tekið undir að það ætti ekki að vera í verkahring forseta að skipa þingmönnum fyrir um hvort þeir starfi í nefndum eða ekki. Ég vil vekja athygli á því að nú er að fara að hefjast mikil lota í efnahags- og viðskiptanefnd um mál sem hv. þingmaður sem fjallað er um kom mikið að. Það væri ómetanlegt að fá hv. þingmann í nefndina til þess að létta öðrum þingmönnum byrðina og í raun og veru ótrúlegt að svo mikil vinna sé lögð á herðar annarra þingmanna sem við þurfum svo sannarlega að fá aðstoð hv. þingmanns til þess að koma hratt og vel í þingið, en ég vænti þess að hv. þingmaður sé sérfræðingur í þeim málum sem eru í efnahags- og viðskiptanefnd.