145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[14:30]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mér er skapi næst að taka undir breytingartillögu hv. þm. Vilhjálms Bjarnasonar um bílakirkjugarða. Það er sumt til bóta sem hefur verið gert varðandi þennan búvörusamning í meðförum hv. atvinnuveganefndar. En það er alveg rétt að þetta er mjög umdeildur samningur. Það er margt sem má betur fara. Ég held að við þurfum að fara að temja okkur betri vinnubrögð þegar við erum að vinna til langtíma eins og búvörusamningarnir gera.

Við píratar munum í ljósi þess að ekki var nógu mikið samráð haft við alla mögulega aðila sem komu að búnaðarvörumsamningnum sitja hjá, nema í þeim tilfellum þar sem augljóst er að verið er að bæta um betur, þá sér í lagi með tilliti til dýravelferðar. Svo mundi ég vilja sjá þessa breytingartillögu um bílakirkjugarða frá hv. þm. Vilhjálmi Bjarnasyni. Ég held að það yrði sannarlega bragarbót (Gripið fram í.) fyrir landið.