145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[14:51]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Hæstv. forseti. Við umræðu um þetta mál og afgreiðslu og atkvæðagreiðslu um það eftir 2. umr. var birt mynd af nokkrum þingmönnum úr þessum sal og þeir voru úthrópaðir sem dýraníðingar fyrir að styðja ekki tillögu sem þá kom fram. Nú þykir mér rétt að það komi fram hverjir það eru sem styðja tillögu sem kemur í veg fyrir dýraníð á bújörðum landsins. — Ég tek eftir því að mönnum þykir þetta skemmtilegt og það er gott. Ég vona að það sé til vitnis um að þeir séu ánægðir með þetta og muni greiða atkvæði með þessu. En ég ætlast náttúrlega til þess, í fjölmiðlaumræðunni á Íslandi, að það komi mynd af mér núna í sama fjölmiðli þar sem það er útskýrt að ég sé ekki dýraníðingur og félagar mínir ekki heldur. Ég segi já, herra forseti.