145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[15:00]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér koma þingmenn upp og tala eins og það hafi bara verið sjálfgefið að þessi tillaga yrði til afgreiðslu núna. Það er langt í frá. Ég sit í atvinnuveganefnd og það stóð ekki til að opna búvörulögin til að koma svona tillögu inn fyrr en breytingartillaga frá mér og fleirum kom um sama efni. Þannig var það. Hún hefur kannski líka haft áhrif, umfjöllunin eins og í DV í þessu máli, til að menn hröktust til að standa með þessu eins og er verið að afgreiða það núna. Hér er ekki nógu langt gengið. En vitaskuld munum við vinstri græn greiða atkvæði með þessari tillögu. En við skiljum ekki þá meinbægni í þingmönnum að geta ekki gengið alla leið. Skal og heimilt, þar er mikill munur á. Auðvitað er það að undangenginni aðvörun og löngu ferli að menn grípa til slíkra aðgerða. Við erum líka að tala um allan bústofninn, ekki bara skepnur sem falla undir opinberan stuðning, svo þetta komist nú alveg til skila. Menn eiga ekki (Forseti hringir.) að veigra sér við að taka til hendinni í þessum málaflokki. Það hefði frekar átt að vera nafnakall í fyrri atkvæðagreiðslu en þessari.

(Forseti (EKG): Þingmaðurinn segir?)

Já.