145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[15:15]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S):

Virðulegi forseti. Þessi atkvæðagreiðsla rennir stoðum undir búvörusamninga sem gerðir hafa verið til tíu ára. Í þeim samningum er engin tilraun gerð til að vinda ofan af hinu ríkisrekna landbúnaðarkerfi. Engin tilraun. Það er gert ráð fyrir 14 milljarða króna beingreiðslum á ári, styrkjum með beinum hætti, og ætli þeir fari ekki hátt í það styrkirnir sem settir eru fram með tollmúrum.

Í þessu ljósi og í ljósi þess að nægur tími er til að endurskoða þetta kerfi frá grunni og miðað við þann hljómgrunn sem mér hefur þótt vera í þingsal fyrir slíkri endurskoðun get ég ekki annað en greitt atkvæði gegn þessum breytingum á lögunum í heild sinni.