145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

853. mál
[15:56]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nú bara þannig að ráðherra metur það hvert hann sendir tillögu sem hann mælir fyrir. Ég stend alveg keik að því og ég hlustaði og sat yfir umræðum um þetta mál. Ég er ekkert að tala niður umhverfis- og samgöngunefnd, síður en svo, hef margoft hælt henni fyrir störf hennar. En ég segi það bara einarðlega og ég meina það að miðað við þá umræðu sem átti sér stað á þessu kjörtímabili og ef menn skoða þá tillögu sem ég er að leggja fram óbreytta frá verkefnisstjórn þá hefur verkefnisstjórn um rammaáætlun raunverulega komist að þeirri niðurstöðu að þeir virkjunarkostir sem þar voru til umsagnar og umræðu eru þeir sömu og fram eru settir.