145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

853. mál
[16:00]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Út af lokaorðum þingmannsins þá skil ég ekki hvað hann kallar klúður þegar ég legg hér fram óbreytta tillögu frá þessum fagaðilum.

Varðandi faghópana þá bendi ég honum á það sem ég sagði í ræðu minni að bæði faghópar 1 og 2 voru ekki skipaðir fyrr en 16. apríl 2014. Rammaáætlun og lögin voru náttúrlega samþykkt 2013. Það leið ár þangað til faghópar voru skipaðir. Faghópar eru skipaðir af verkefnisstjórn en ekki ráðuneytinu. Það er þessi armslengd frá okkur, þess vegna er það verkefnisstjórnin sem skipar faghópana.

Það er rétt, ég hef heyrt það, að þetta fyrsta ár voru deilur um laun til faghópa, en það snerti faghópana alla í heild sinni en ekki síst faghóp 1 og 2 sem tóku til starfa í maí 2014 en hinir tóku ekki til starfa fyrr en síðar eins og fram kom í ræðu minni.