145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

853. mál
[16:02]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér þykir leitt að segja það en það er misskilningur í máli þingmannsins. Ég er að segja að það er hægt að segja að skipun faghópa 1 og 2 hafi farið ári seinna af stað af því að menn voru að takast á um launagreiðslur. Það hefur ekkert að gera með skipun faghópa 3 og 4, því miður. Það var álit verkefnisstjórnar að skipa ekki þá faghópa, ég kann ekki að segja út af hverju það var, ég var ekki í ráðuneytinu á þeim tíma. Þegar ég kom til starfa lagði ég ríka áherslu á það að ég vildi að hópar 3 og 4 færu líka af stað. Þess vegna fóru þeir seinna af stað. Það er rétt að segja má að faghópar 1 og 2 hafi farið ári seinna af stað en hefði þurft, vegna þess að það var eitthvert vesen út af launum hef ég heyrt, en það hefur ekkert að gera með hópa 3 og 4. Ekkert. Það eru aðrar ástæður þar að baki.