145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 97/2016 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn.

864. mál
[19:14]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Biðst nú fyrst velvirðingar á því að hafa mismælt mig eitthvað hérna í formlegheitunum.

Málið er nefnilega það að ég er líka hlynntur aðild okkar að EES en hef samt sem áður sömu áhyggjur og eru oft viðraðar, að við höfum ekki svo mikið um þessi mál að segja. En eftir því sem ég sé fleiri mál þá velti ég fyrir mér: Hvað með það? Þetta eru fín mál og þar á meðal þetta. Ég velti fyrir mér hver sýn hæstv. utanríkisráðherra sé í fyrsta lagi á það hvernig við getum betur komið að okkar sjónarmiðum til þess að hafa áhrif á þessa löggjöf. Síðari spurningin er: Hvers vegna? Hvað er það sem við ættum að hafa meiri áhrif á? Hvað er það í þessari löggjöf, í EES-samstarfinu sem við ættum að vilja hafa meira um að segja? Kannski önnur og hálfa spurningin: Hvernig getum við það án þess að fara inn í ESB?