145. löggjafarþing — 153. fundur,  19. sept. 2016.

yfirlýsing forseta um skýrslu fjárlaganefndar.

[16:11]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Sú sem hér stendur er að reyna að átta sig á orðum forseta hér áðan, hvað felist í rauninni í þeim. Nú er það svo að forustumenn fjárlaganefndar héldu blaðamannafund og lögðu fram skýrslu í nafni meiri hluta nefndarinnar. Í þeirri skýrslu eru einstaklingar bornir þungum sökum. Vilji þeir einstaklingar leita réttar síns, hvert eiga þeir þá að leita? Mér heyrist hæstv. forseti vera að segja: Alþingi ber ekki ábyrgð á þessu. Það þýðir ekkert að leita til okkar. Við berum ekki ábyrgð á þessum gjörningi. Nefndin er greinilega misnotuð. Það er nokkuð ljóst og að einstaklingarnir bera þá uppi þessar ásakanir og þangað verða menn að leita vilja þeir ná fram bótum sinna mála eða bera hönd fyrir höfuð sér (Forseti hringir.) með einhverjum hætti. Er þetta rétt skilið hjá mér, herra forseti?