145. löggjafarþing — 153. fundur,  19. sept. 2016.

yfirlýsing forseta um skýrslu fjárlaganefndar.

[16:23]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Mér finnst svolítið merkilegt að hlusta á það að menn geti nafngreint einhverja tiltekna þingmenn sem meiri hluta fjárlaganefndar. Ég ætla bara að segja að ég hef ekki hingað til sagt af eða á. Ég hef sagt að ég væri að lesa þessa skýrslu. En að hlusta á það sem fram kemur hér í þessum sölum gerir í raun að verkum að maður veltir fyrir sér: Hvað er það sem ekki má draga fram í dagsljósið með því að fara dýpra ofan í þetta mál? Ég held að það sé fyllilega ástæða til þess að gera það. Ég held að menn hljóti líka að geta sameinast um það.(Gripið fram í.)