145. löggjafarþing — 153. fundur,  19. sept. 2016.

breyting á lífeyrissjóðakerfinu.

[16:53]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég þakka fyrir svarið. Mig langar þá að spyrja út frá því sem kom fram í máli hæstv. ráðherra: Hve lengi gildir bráðabirgðaákvæðið? Gildir það nægilega lengi til að við gætum hugsanlega fundið einhverja málamiðlun, ef það er þörf á að taka málið í aðeins eðlilegri þinglega meðferð? Ég verð að viðurkenna að mér finnst óþægilegt að hraða svona stóru máli í gegnum þingið án þess að það fari í umsagnarferli. Það mætti alveg ná samstöðu um að málið lifði á milli þinga — það er ekki rosalega langt á milli þess að þingið klárist og kosningar verði boðaðar. Ef ekki tekst að koma málinu í þannig ferli að maður geti klárað það faglega — eitt er að vilja klára málið með hraði og annað að tryggja að það sé faglega (Forseti hringir.) gert og upplýst. Við verðum að taka svona ákvörðun á upplýstan hátt.