145. löggjafarþing — 153. fundur,  19. sept. 2016.

gjaldtaka af ferðamönnum.

[17:08]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegur forseti. Ég er í grunninn algjörlega ósammála þeim fullyrðingum sem hér koma fram. Allir vita að það þarf sérstaka gjaldtöku af ferðamönnum, segir hv. þingmaður. Það eru ekkert allir sem vita það. Ef það er eitthvað eitt sem ég hef lært á þessari embættistíð minni er það að ekki er skortur á fjármagni sem stendur uppbyggingu alltaf fyrir þrifum. Það er skortur á réttum vinnubrögðum og samhæfðu verklagi. Þess vegna erum við núna fyrst að ná utan um það verkefni með því að taka höndum saman að hver hluti keðjunnar sem ber ábyrgð á einstaka verkefnum í þessari gríðarlega mikilvægu atvinnugrein sinni því sem hann ber ábyrgð á. 300, 600, 900 milljónir til eða frá í sérstaka gjaldtöku af ferðamönnum eru bara ekki stóra málið í þessu.

Ég held að það sé algjörlega fráleitt að ætla sér að taka svona mál í gegnum þingið þegar tvær vikur eru eftir af því. Þetta er verkefni (Forseti hringir.) sem bíður nýrrar ríkisstjórnar. Þetta er nokkuð sem stjórnmálaflokkarnir til að mynda ættu að koma með fram skýra stefnu um í aðdraganda kosninga. Þetta er ekki mál sem er keyrt í gegnum þingið á tveimur vikum.