145. löggjafarþing — 153. fundur,  19. sept. 2016.

meðferð sakamála.

659. mál
[18:28]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég lýsti afstöðu minni til þessa máls í umræðum áðan og vil taka skýrt fram að ég styð þetta mál að öllu leyti. Ég geri það á grundvelli þeirrar yfirlýsingar sem hér var gefin fyrr í dag af hv. þm. Ögmundi Jónassyni, formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þar er það algjörlega í gadda slegið af hálfu þeirra sem véluðu um málið að ætlan þeirra er að þingið komi að úttekt sem á að þróa leiðir til að koma upp eftirliti og aðhaldi með lögreglunni.