145. löggjafarþing — 154. fundur,  20. sept. 2016.

framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016--2019.

765. mál
[18:20]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í þessum málaflokki þegar kemur að innflytjendum og útlendingum er hætt við því að í harðsvíraðri umræðuhringjum sé talað eins og eina ábyrgðin í þessu máli sem við getum axlað sé að beita meiri hörku og loka landamærum og eitthvað því um líkt og ýta burt þeirri staðreynd að hingað flytur fólk af ýmsum ástæðum. Það er ábyrgðarleysi. Þetta er ábyrgð. Svona verðum við að taka á þeim hugsanlegu vandamálum sem geta komið upp í kjölfar fólksflutninga, ýmis vandamál, þar á meðal að fólk kemst stundum illa inn í samfélagið sem það flytur til. Það er vandamál sem okkur ber að leysa og við gerum það með leiðum eins og þessum, ekki með hörku heldur með því að gera ráð fyrir því að hingað muni flytja fólk og að við þurfum að aðstoða það við að aðlagast samfélagi okkar, ekki bara útlendingarnir sjálfir.