145. löggjafarþing — 154. fundur,  20. sept. 2016.

kjararáð.

871. mál
[18:59]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get nefnt sem dæmi að umsögn barst frá sendiherrum sem sáu því margt til foráttu að gera þessa breytingu. Ég tel að málið sé nokkuð umdeilt hjá skrifstofustjórum. Á hinn bóginn er það mín skoðun að með því að færa aukið vald til ráðuneytanna, í þessu tilviki annars vegar utanríkisráðuneytisins og hins vegar inn í Stjórnarráðið, til allra ráðuneytanna hvað skrifstofustjórana varðar, þá aukist sveigjanleikinn í kerfinu og betur verði hægt að taka tillit til þess að starf skrifstofustjóra getur verið misjafnt eftir því hversu stór málefnasvið eru undir hverju sinni. Þetta mundi samt sem áður ráðast af kjarasamningum upp að vissu marki.