145. löggjafarþing — 154. fundur,  20. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[22:06]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Skil ég það sem svo, því að hv. þingmaður hefur auðvitað verið í nefndarstarfi utanríkismála ólíkt þeirri sem hér stendur, að ekki hafi fengið staðfest af hálfu hv. utanríkisráðherra í starfi nefndarinnar að þessi skilningur hafi verið áréttaður við aðra utanríkisráðherra EFTA? Það væri áhugavert að vita hvort sá skilningur hefur fengist staðfestur fyrir hv. utanríkismálanefnd. Að öðru leyti tek ég undir að það væri auðvitað æskilegt að þessari umræðu yrði ekki lokið fyrr en slík yfirlýsing væri a.m.k. gefin, sem væri í raun algert lágmark fyrir því að þingið geti afgreitt þetta mál í góðri trú að hér sé ekki of langt gengið. Ég ætla að leyfa mér að taka undir með hv. þingmanni og spyr um leið hvort hæstv. ráðherra hafi ekki þegar lýst því að einhver slík samtöl hafi farið fram á vettvangi EFTA-ríkjanna meðal utanríkisráðherra (Forseti hringir.) þeirra fyrir nefndinni.