145. löggjafarþing — 154. fundur,  20. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[22:08]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta utanrmn. (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það væri eðlilegt að í umræðu af þessu tagi væri staddur utanríkisráðherra lýðveldisins, það væri eðlilegt að hún tæki þátt í slíkum umræðum. Við vitum að hún er við skyldustörf annars staðar, en það eru samt staðgenglar. Ég hefði talið að það væri mjög þarft að þingheimur fengi yfirlýsingu frá utanríkisráðherra um það með hvaða hætti ríkisstjórn Íslands hefði gengið úr skugga um þetta.

Í annan stað tala diplómatar á fundum utanríkismálanefndar fyrir munn ráðherra þar sem þeir segja: Hlýtur að vera gert með vitund og þokka viðkomandi utanríkisráðherra.

Svo ég segi það bara klárt og kvitt; þau svör sem ég taldi að komið hefðu fram á fundi utanríkismálanefndar innan þeirra veggja trúnaðar sem þar ríkir les ég ekki úr framsögu hv. formanns utanríkismálanefndar né heldur les ég þau úr álitinu.