145. löggjafarþing — 155. fundur,  22. sept. 2016.

ákvæði stjórnarskrár og framsal valds.

[10:46]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði í svari mínu hlustaði ég og skil að þetta mál sé umdeilt. Hins vegar hefur verið talið, og það hefur utanríkismálanefnd án efa farið mjög vel yfir, sem og utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið, að þetta rúmaðist innan þeirra heimilda sem við höfum. Það var forsendan fyrir því að ráðherrann mælti fyrir þessu máli og utanríkismálanefnd afgreiðir það síðan. Ég get raunar ekki bætt neinu við hvað það varðar.