145. löggjafarþing — 155. fundur,  22. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[14:50]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni að ákveðið samspil er til staðar í þessum tveimur kerfum hjá okkur. En að sjálfsögðu vonumst við til þess að þeim sem eru virkir á vinnumarkaði yfir starfsævina auðnist að byggja upp lífeyrisréttindi með iðgjaldagreiðslum sínum sem verða þess valdandi að ekki reyni á þau réttindi sem eru til staðar hverju sinni í almannatryggingakerfinu. Sú hækkun á lífeyristökualdrinum samkvæmt almenna almannatryggingakerfinu sem vísað var til á að eiga sér stað yfir mjög langt tímabil, yfir áratugi. Ég sé þetta þess vegna ekki fyrir mér sem sjálfstætt vandamál þannig séð, en því er ekki að leyna að hér er verið að ganga út frá því að starfslok geti orðið um 67 ára aldurinn en á sama tíma öðlist (Forseti hringir.) menn ekki réttindi til ellilífeyris fyrr en við 70 ára aldurinn í framtíðinni. En þetta þarf ekkert endilega að stangast eitthvað á.