145. löggjafarþing — 155. fundur,  22. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[14:57]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Stórar starfsstéttir hafa komið fram og lýst áhyggjum sínum af þessu. Hjúkrunarfræðingar segjast hafa fylgst með þessu í blöðunum eða fréttum. Lögreglufélagið, sjúkraliðar, það eru heilmikil og stór og mikilsverð stéttarfélög sem vinna hjá hinu opinbera sem segjast ekki upplýst um þetta. Ég hef miklar áhyggjur af því að keyra eigi þetta í gegn á þessum tíma.

Virðulegi forseti. Það verða ekki ragnarök 29. október. Það verður hér þing væntanlega um miðjan nóvember og áramótin eru í lok desember, þannig að það er nægur tími til að láta þetta liggja fyrir og fólk átti sig á að þetta er núna orðið endanlegt alvöruplagg sem margir hafa bara (Forseti hringir.) ekki áttað sig að væri svona langt komið.