145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

afgreiðsla EES-máls og hugsanlegt brot á stjórnarskrá.

[12:03]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegur forseti. Framan af við meðferð þessa máls var stuðst við greinargerð prófessoranna Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar frá 2012 um takmarkað afsal. Nú hefur komið í ljós síðustu daga að þessir helstu stjórnspekingar okkar og stjórnskipunarsérfræðingar eru á því máli að þetta mál samræmist ekki stjórnarskrá. Ég sem alþingismaður hef fyrst og fremst tvennt til leiðsagnar í mínu starfi, það er annars vegar samviska mín og hins vegar eiður að stjórnarskrá Íslands. Þegar efi er í málinu hlýtur stjórnarskráin alltaf að njóta vafans. Þess vegna tek ég undir með öðrum um að það er ekki hægt annað en að vera á móti því að samþykkja þetta mál.