145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

afgreiðsla EES-máls og hugsanlegt brot á stjórnarskrá.

[12:12]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég þakka forseta fyrir að tala skýrt um að hann vilji að málið gangi til atkvæða. Ég leyfi mér nú samt að mótmæla því að það verði gert strax í dag því að það er óumdeilt að okkar helstu sérfræðingar segja að þetta mál sé öðruvísi en önnur mál. Það gangi lengra og þess vegna sé ekki eins augljóst að það sé álitamál hvort verið sé sé að brjóta stjórnarskrána og ákvæði hennar ef málið verður samþykkt. Þess vegna finnst mér það alveg kýrskýrt að það á að fresta atkvæðagreiðslu og fara betur yfir málið með þeim sérfræðingum sem hér hafa verið nefndir og eru okkar helstu sérfræðingar í málinu, af því að það liggur ekkert á. Hvað liggur á, herra forseti?