145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[12:27]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta mál undirstrikar hversu mikilvægt það hefði verið fyrir Alþingi að hafa hér nýja stjórnarskrá sem samþykkt hefði verið á grundvelli þeirra draga sem komu frá stjórnlagaráði. Þá hefðum við ekki lent í þessum deilum. Sú stjórnarskrá hefur innan sinna marka að geyma ákvæði um Lögréttu, stofnun sem hefði fengið svona mál til greiningar og skoðunar á því hvort það stæðist stjórnarskrá. Þar með hefði það mál verið útkljáð. Sú stjórnarskrá hefði líka haft að geyma framsalsákvæði sem hefði leitt til þess að Alþingi hefði verið heimilt að feta þennan stig. En við höfum ekki þessa nýju stjórnarskrá. Við höfum aðra stjórnarskrá sem við höfum svarið eið að því að framfylgja. Það er enginn vafi í mínum huga að bæði það mál sem hér liggur fyrir og þegar það er lagt við önnur fyrri framsöl á ríkisvaldi erum við komin út fyrir stjórnarskrána.

Alþingi er hér að taka vont skref. (Forseti hringir.) Verið er að samþykkja mál sem ekki samræmist stjórnarskránni. Mér finnst þetta vera myrk stund í sögu okkar.