145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[12:42]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er sagt að við höfum gert þetta áður, erum alltaf að þessu, gerum þetta bara einu sinni enn, gerir ekkert til.

Virðulegi forseti. Ég minnist þess að einhvern tímann var talað um hvort okkur væri heimilt að framselja sektarvald, mig minnir að það hafi verið út af íhlutum eins og var kallað í flugvélar, einhverja nagla sem átti að setja í catering-vagna í flugvélum. Ef það var ekki rétt gert og kæmi eitthvað í ljós mætti beita sektarvaldi. Ég man að þessir sérfræðingar sem við erum að tala um sögðu við okkur: Veltið því fyrir ykkur þegar verið er að veita sektarvald til stofnunar sem við eigum vissulega aðild að og þið alþingismenn verðið að meta það, hver fyrir sig, hvort þetta sé innan stjórnarskrárinnar. Ég minnist þess að ég sagði já, ég held að það séu okkar hagsmunir að við höldum áfram í þessu, með þessu (Forseti hringir.) litla dæmi. Núna segja (Forseti hringir.) sömu sérfræðingar: Þið eruð komin út fyrir mörkin. Við erum komin (Forseti hringir.) út fyrir mörkin, virðulegi forseti, þess vegna mun ég núna segja nei.