145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[13:01]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Þetta mál snýst ekki um Evrópusambandið. Þetta snýst um það hvernig við getum uppfyllt þær skyldur sem við höfum undirgengist með því að vera hluti af EES-samstarfinu í gegnum veru okkar í EFTA og að við gerum það án þess að það stangist á við stjórnarskrá. Það sem hefur komið fram í umræðum um þetta mál er að það er raunverulegur vafi á að það standist stjórnarskrána. Af þeim sökum, út af þeim vafa, segi ég nei.