145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[13:02]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég mun greiða atkvæði gegn þessu máli vegna þess að ég tel að það gangi gegn stjórnarskránni. Málið allt saman, umræðurnar um það, hefur enn og aftur undirstrikað með mjög skýrum hætti að við verðum að breyta stjórnarskránni. Við þurfum að koma drögum að nýrri stjórnarskrá í ferli strax að loknum kosningum og virða þar jafnframt þjóðaratkvæðagreiðslu frá því árið 2012. Málið allt saman sýnir að það er rétta leiðin og það þarf að gera strax að loknum kosningum.