145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[13:03]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegi forseti. Það er í eðli sínu gott og mikilvægt að finna sterkari tæki til þess að hafa stjórn og hemil á alþjóðlegu bankakerfi. En í þessu tilviki er efi um að þetta framsal standist stjórnarskrána. Það er vandi að við séum með stjórnarskrá þar sem efi ríkir um þetta. Þess vegna þurfum við að fara alvarlega í stjórnarskrárumbætur.

Ég sór eið að þessari stjórnarskrá, gildandi stjórnarskrá Íslands, og nú hafa helstu stjórnspekingar sagt að þetta sé komið út fyrir grátt svæði. Stjórnarskráin hlýtur að njóta vafans og því segi ég nei.