145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

orð þingmanna um stjórnarskrárbrot.

[13:09]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Nú verður gert hálftímahlé á þessum fundi, til kl. 13.40. Forseti vill þó segja eitt við lok þessarar umræðu. Við höfum hér verið að ræða ákaflega vandmeðfarið mál þar sem til umfjöllunar var spurningin um hvort viðkomandi þingmál stæðist stjórnarskrá Íslands. Það er ljóst að um málið hafa verið skiptar skoðanir og er ekkert við því að segja. Þeim skoðanaskiptum lýkur með því að við greiðum atkvæði og tökum þannig afstöðu til málsins á grundvelli stjórnarskrárinnar eftir okkar bestu vitund og okkar bestu samvisku.

Þess vegna vill forseti ekki láta það óátalið að hér var sagt í umræðum fyrr í dag að einhverjir tilteknir þingmenn sem kynnu að greiða atkvæði með málinu væru vísvitandi að ganga gegn stjórnarskránni og brjóta hana. Þar var of langt gengið að mati forseta.