145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

dagskrá fundarins og afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[13:59]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Mig langar að fá að árétta það af hverju ég geri athugasemdir við fundarstjórn forseta. Það kom fram hjá mér áðan að okkur var dagskráin í dag ekki kunn og hefur komið á óvart að hér séu tvö ný mál þegar svo margt annað liggur undir.

Nú vil ég segja að þau tvö mál sem hér um ræðir eru góð mál. Það væri óskandi að þau hefðu verið sett á dagskrá fyrr og við hefðum getað skilað af okkur góðri vinnu með þau. Það er líka óskandi að hér sé skipulag sem liðkar til fyrir því að mál séu unnin vel, þau afgreidd af nefndum þingsins, komi inn í þingsal og séu rædd og svo skilum við af okkur góðri vinnu. Það er það eina sem ég bið um, að mér sé gert kleift sem þingmanni (Forseti hringir.) að vinna af ábyrgð. Þess vegna geri ég athugasemdir við fundarstjórn forseta.