145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[11:25]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Mér finnst að sjálfsögðu mikilvægt að halda því til haga að ég ber mikla virðingu fyrir forseta Alþingis. Ég veit að forseti hefur svo sannarlega gert mikið til að hafa hér aga á dagskránni. En nú er það þannig að við gerðum nýja starfsáætlun sem við erum að falla á. Það finnst mér vera mikil vanvirða ríkisstjórnarinnar gagnvart forseta Alþingis, það verður bara að segjast eins og er. Það er, eins og kom fram í máli mínu áðan, enn verið að leggja hér fram ný mál. Það er ljóst að þau mál sem eru í ágreiningi eru ekki að fara að klárast núna. Til þess hefur núverandi ríkisstjórn ekki umboð. Það eru aftur á móti mörg góð mál sem eru tilbúin sem ástæða er (Forseti hringir.) til að leggja áherslu á að taka hér í gegnum þingið í upplýstri og málefnalegri umræðu og þá vil ég helst nefna afnám hafta.