145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[11:27]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég hélt að forseti þingsins væri forseti alls þingsins, líka minni hlutans, ekki bara meiri hlutans. Við í minni hlutanum erum búin að vera alveg einstaklega samvinnufús þegar kemur að því að vera t.d. ekki með málþóf, vera ekki með óþarfa leiðindi, nema núna, því nú er bara komið nóg.

Föstudaginn 23. september kláraðist þingfundur um þrjú eða fjögur, minnir mig. Samt voru mjög umdeild mál á dagskrá sem hefði verið mjög auðvelt að vera með leiðindi yfir. En við vorum samvinnufús. Ég biðla til virðulegs forseta um að taka sig til og vera líka forseti minni hluta Alþingis og láta ekki þennan subbuskap yfir okkur ganga. Alþingi á betra skilið en svona vinnubrögð.