145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[14:13]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er mjög brýnt að fyrir liggi einhvern tímann fljótlega hvaða mál ríkisstjórnin hyggst afgreiða. Hins vegar vil ég koma hæstv. forsætisráðherra til varnar þegar menn láta að því liggja að hann hafi svikið fyrirheit um að tala við formenn stjórnarandstöðuflokka. Ég er þess fullviss að hann hafi talað við formann stjórnarandstöðuflokks, formann Framsóknarflokksins, og það sé nákvæmlega vandamálið, að ekki sé einhugur milli formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra um hvað eigi að afgreiðast og þess vegna sé þetta orðið dæmi um algert ráðleysi og getuleysi ríkisstjórnarinnar, getuleysi forustu ríkisstjórnarinnar til að stjórna landinu.

Þetta er dapurlegt að horfa upp á, en þetta er bara vandamál ríkisstjórnarinnar. Við getum staðið hér og rætt málin og við munum gera það, en það er líka alveg ljóst að ríkisstjórn sem vill stjórna landinu hlýtur að koma með einhvern forgangslista tímanlega. Hún er að falla á tíma, starfsáætlun lýkur í lok þessarar viku og þá (Forseti hringir.) næst ekki fyrir kosningar að afgreiða einhver mál.