145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[15:56]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil taka undir með síðasta ræðumanni og ítreka spurningar hv. þingmanns. Hvernig sér forseti fyrir sér að þessi dagur leggist og dagurinn á morgun og hinn? Fimmtudagurinn er síðasti dagurinn í starfsáætlun þingsins. Við erum að ræða í 1. umr. stóra kerfisbreytingu sem á eftir að fara í nefnd og vinnast og ræðast í tveimur umræðum til viðbótar. Mér sýnist augljóst að þetta mál geti ekki klárast á starfsáætlunartímanum. Það eru fleiri stór mál í nefndum sem á eftir að ræða um hér. Forseti hefur væntanlega lagt niður fyrir sér hvernig eigi að koma þessu fyrir á tveimur og hálfum degi. Hvað líður skipulaginu?