145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[16:01]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er mikilvægt að rifja upp aðdragandann af því að við erum hér í þinglokafasa líkt og hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir kom að í ræðu sinni áðan. Frá því að hæstv. forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson tók við völdum hafa endalaust komið ummæli um að það séu tiltekin stór mál sem þurfi að klára. Svo saxast á eitthvað en alltaf koma ný mál inn. Það er jafnvel enn þá talað eins og eitthvað geti bæst þar við. Það er algerlega galið. Þingi á að ljúka á fimmtudaginn. Þess vegna verð ég að ítreka þá spurningu sem ég hef áður borið upp við hæstv. forseta í dag: (Forseti hringir.) Er hæstv. forseti Alþingis að funda með þingflokksformönnum eða formönnum flokkanna um það hvernig ljúka eigi þessu þingi áður en við göngum til kosninga?