145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[16:05]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Staðan er einfaldlega þannig að við þingmenn getum ekki lengur hugsað okkur að vera meðvirk með því ástandi sem ríkir á stjórnarheimilinu. Það er löngu ljóst að ríkisstjórnin er sprungin. Hún er ekki starfhæf. Hún á heldur ekki að stýra dagskrá þingsins. Það er forseti sem á að gera það. Forseti á að taka tillit til stöðu þingsins og óska hv. þingmanna hvað það varðar. Vandræðagangur á ríkisstjórnarheimilinu verður að afgreiðast hjá framkvæmdarvaldinu. Við neitum að stjórnast af því hvað þar er í gangi. Núna verðum við bara að klára starfsáætlun, ganga í kosningabaráttu og til kosninga og svo tekur ný ríkisstjórn eftir örfáar vikur við þeim (Forseti hringir.) verkefnum sem ókláruð eru á þessu þingi.