145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[16:08]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er ekki svo að við séum hér að tefja fyrir einhverjum málum frá ríkisstjórninni í þessum sal. Alls ekki. Við erum með veigamikil mál, breytingu á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, sem margir eiga eftir að tala um. En dagurinn teygist vegna þess að við þurfum að fá svör við því hvernig ríkisstjórnarflokkarnir, sem geta ekki einu sinni stjórnað heima hjá sér, hvað þá á Alþingi, ætla að ljúka þessu þingi. Þeir hafa ekki hugmynd um það. Þykjast þeir vera að stjórna landinu? Ég veit ekki hvað þeir halda að þeir séu að gera, þessir ágætu menn. En við munum trufla þingstörf þangað til við fáum svör frá þeim. Það er ekki (Forseti hringir.) af því að við séum að stoppa þau mál sem þeir leggja hér fram, það er vegna þess að við viljum fá að vita hvernig þeir hugsa sér að ljúka þinginu.