145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[16:11]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kem hér upp til að taka undir með hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni. Frá því klukkan 11 í morgun erum við búin að koma reglulega hér upp til að gera athugasemdir við fundarstjórn forseta. Við fáum engin viðbrögð. Við fáum ekki svör við því hvort samtöl séu í gangi. Við höfum lagt fram mjög uppbyggilegar tillögur um að farið verði yfir hvaða mál þurfi mögulega, nauðsynlega, að klára. Það sé þá hægt í kvöldverðarhléi að fara yfir þau mál og finna út úr því. En við stöndum nú og tölum og erum algerlega virt að vettugi. Það er það sem forsetar Alþingis leggja til í því krísuástandi sem hér er, að ganga hnípnir um ganga í meðvirkni með ríkisstjórninni og virða ekki viðlits þá þingmenn sem hér krefjast svara.