145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[16:52]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kem hér upp til þess að spyrja frétta af stjórnarheimilinu. Hvað er að frétta af ríkisstjórn Íslands? Er hún enn við völd eða er hún að leysast upp í einhverri vitleysu? Mér finnst algjörlega óþolandi að hafa staðið hér í allan dag, rétt tveimur dögum fyrir boðuð lok þingsins, sem sagt þingfrestun, og hér er enginn samtalsaðili. Hér er bara fólk úr minnihlutaflokkunum í fullu fjöri, tilbúið til þess að ræða málin, en það er enginn samtalsaðili. Ég legg til að gert verði hlé á þessum fundi og forseti þingsins reyni að átta sig á hver næstu skref hans í málinu verða. Þetta er ekki hægt, frú forseti.