145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[17:02]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar að fá að taka undir það sem hv. þingmaður sagði hér áðan, að við verðum að fá að vita hvað er að gerast. Það eru þrír dagar eftir og við vitum ekki neitt. Það er allt í lausu lofti. Við horfum fram á það að þinginu fer að slútta, en þessi vitleysa virðist ætla að halda áfram. Þannig að ég bara spyr og ég biðla til virðulegs forseta að reyna að gera okkur ljóst hvað er í vændum. Það er ákveðin ofbeldistaktík að halda upplýsingum frá fólki. Mér líður svolítið þannig eins og ég sé í ofbeldissambandi með ríkisstjórninni verandi í stjórnarandstöðunni, við vitum aldrei hvað er í vændum. Þetta er alveg þekkt. Mér finnst ég kannast við þetta stef því miður. Við höfum gert okkar allra besta í samstarfi við hæstv. forseta Einar K. Guðfinnsson og höfum verið samstarfsfús, höfum lagt okkur í líma við það. Það er (Forseti hringir.) nákvæmlega ekkert sem við fáum á móti. Hvað gerist? Ekkert.