145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

um fundarstjórn.

[18:00]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Það er ekki við okkur þingmenn minni hlutans hér á Alþingi að sakast að mál komi óskaplega seint hingað inn til 1. umr. frá hæstv. ríkisstjórn þegar hæstv. ráðherrum hennar ætti að vera alveg jafn vel ljóst hvernig starfsáætlun Alþingis er og okkur óbreyttum þingmönnum. Það hljómar því í mín eyru eins og hæstv. fjármálaráðherra átti sig jafnvel á þessu og hafi dálítið slæma samvisku og reyni því að snúa hlutunum á haus. Það er ekki vandamál að við viljum sinna vinnu okkar vel, ræða mál vel í 1. umr. og tryggja að þau fái góða þinglega meðferð, vandamálið er að málin hafa komið allt of seint hingað inn. Og svo þegar allt er í óefni komið er ekki nein (Forseti hringir.) verkstjórn á því að ákveða hvaða mál það eru sem við ætlum (Forseti hringir.) þó að klára á þeim skamma tíma sem eftir er.