145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

um fundarstjórn.

[18:02]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Til hvers var þetta hjá hæstv. fjármálaráðherra? Hvað var það sem hæstv. fjármálaráðherra — ef hann gæti lagt við hlustir … (Fjmrh.: Ég var að tala við forseta út af kosningunum.) Hvað var það sem hann lagði til málanna hér? Hann var að brigsla okkur í stjórnarandstöðunni um að taka mál í gíslingu. Það er framlag fjármálaráðherrans Bjarna Benediktssonar eftir að við höfum verið að vinna hér málefnalega að málum. Allt frá því að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hrökklaðist frá í apríl höfum við unnið samviskusamlega að málum, í allt vor, allt sumar, allt haust. Og hvað gerir þá fjármálaráðherrann hér? Sannleiksunnandi fjármálaráðherrann. Hann talar um að mál séu tekin í gíslingu. Ég vil nefna það, virðulegur forseti, að hæstv. fjármálaráðherra fái hér aðgang að ræðustól (Forseti hringir.) til þess að biðja þingið afsökunar. (Fjmrh.: Þú skalt biðja þing afsökunar.) (SII: Nei, hættu nú alveg.)