145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

fjáraukalög 2016.

875. mál
[18:41]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir að það væri langbest að þessi mál yrðu afgreidd samhliða. Ég bind enn vonir við að okkur takist að ljúka LSR-málinu. Að öðru leyti sýnist mér í fljótu bragði, ég vona að mér yfirsjáist ekki eitthvað í því, að það væri í sjálfu sér engin hætta samfara því að fjárheimildin væri til staðar vegna þess að ef LSR-málið yrði ekki afgreitt í framhaldinu mundi fjárheimildin einfaldlega fjara út.