145. löggjafarþing — 159. fundur,  28. sept. 2016.

framhald þingstarfa.

[15:04]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil gera forseta viðvart um, í ljósi þess að ekki hefur verið boðaður kvöldfundur í dag og engin áform eru uppi um það, að tveir nefndarformenn hafa boðað fund hér í einhverju hléi sem var jafnvel kallað kvöldverðarhlé, sem er sérkennilegt þar sem við munum ekki halda áfram þingfundi eftir kvöldmat. Að vera með nefndarfund eftir þingfund hlýtur að kalla á einhvers konar samkomulag. Í ljósi þess að við erum nú á lokametrunum held ég að við þurfum að eiga samkomulag um hvað eina. Það er óboðlegt að vera með fundi í atvinnuveganefnd og fjárlaganefnd sem boðaðir hafa verið án þess að forseti komi að því með einhverju móti að við sammælumst um að það sé eðlilegt í ljósi framvindu mála. Ég geri alvarlegar athugasemdir við það, virðulegur forseti.