145. löggjafarþing — 159. fundur,  28. sept. 2016.

gjaldeyrismál.

826. mál
[16:16]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Brynjar Níelsson) (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það er skrýtið að heyra ræður stjórnarandstöðuþingmanna núna sem eru búnir að hreykja sér af því hvað þingstörfin hafi gengið vel, hvað þau hafi verið góð í að halda þeim áfram og staðið sig vel. Hér er fullt af stórum, mikilvægum hagsmunamálum fyrir þjóðina. Við eigum að halda áfram að ræða þau meðan tækt er. Þetta snýst ekki um okkur, þetta snýst um skyldur okkar, að koma hér mikilvægum málum í gegn sem meira og minna er samstaða um. Mjög stór og mikil hagsmunamál. Við eigum ekki að standa hér og þrasa við forseta þingsins um dagskrána.