145. löggjafarþing — 159. fundur,  28. sept. 2016.

gjaldeyrismál.

826. mál
[16:20]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Við höldum áfram að spyrja. Forseti sagði það mjög skýrt í sjónvarpsfréttunum í gærkvöldi að það væri alveg ljóst að ekki væri hægt að klára þingstörf á morgun eins og áætlunin var. Ég er út af fyrir sig ósammála honum um það en get svo sem ekki gert neitt annað en að segja að ég sé ósammála því. Þá held ég að næsta skref sé að forseti þingsins segi okkur hvað hann telji að þinghald muni standa lengi hér í næstu viku. Erum við að tala um tvo eða þrjá þingdaga eða erum við að tala um alla vikuna? Erum við jafnvel að tala um þing eitthvað fram í miðjan október? Er það í spilunum?