145. löggjafarþing — 160. fundur,  29. sept. 2016.

álitamál vegna raflínulagna að Bakka.

[10:45]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég vil að það komi skýrt fram að við erum ekki að benda hvert á annað. Það er þannig og það stendur skýrt í greinargerð með frumvarpinu að frumvarpið sem um ræðir er unnið í samstarfi þessara þriggja ráðuneyta og við öfluðum okkar þessara gagna og allt liggur það fyrir. Skoðanir á Árósasamningnum hafa komið fram. Varðandi mannréttindasáttmála Evrópu er rétt að það var ekki skoðað enda þykir það langsótt að þarna gæti hugsanlega verið um brot á honum að ræða. Varðandi bréfið frá úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál þá er rétt að því er til svarað að niðurstöður gætu legið fyrir vikuna 10.–14. október nk., en enn fremur er tekið fram að hugsanlega gætu orðið tafir þar á. Þegar við vorum að vinna þetta frumvarp höfðu þau svör borist frá þessari ágætu nefnd að þetta yrði sennilega miklu seinna. Í ljósi þeirrar vinnu sem hefur farið fram, í ljósi þeirra hagsmuna (Forseti hringir.) og þeirra brýnu aðkallandi verkefna sem þarna hvíla á er talið rétt að klára þetta með (Forseti hringir.) lagasetningu til að eyða frekari óvissu um þetta mikilvæga verkefni.