145. löggjafarþing — 160. fundur,  29. sept. 2016.

ræða ráðherra á allsherjarþingi SÞ.

[10:51]
Horfa

utanríkisráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Eins og ég segi var sú stefna sem báðir stjórnarflokkar framfylgdu í málinu í samræmi við grundvallarskoðun þeirra á þessu máli. Hvorugur flokkurinn hefur í hyggju að ganga í Evrópusambandið og stefnumótun þeirra á þeim tíma miðaðist við það. Ég held að það eigi ekki að koma hv. þingmanni neitt verulega á óvart.

(BirgJ: … einnar spurningar.) — Já, ég er að svara henni og takk kærlega fyrir spurninguna. Ég held að mjög gagnlegt sé að við eigum þessar umræður hér, það hjálpar réttarríkinu svo sannarlega. En eins og ég segi þá var þessi stefna í samræmi við stefnu stjórnarflokkanna og ætti svo sem ekki að koma verulega á óvart.